Haus
Um spilin Panta spilið Bókin
 
 

Spurt að leikslokum er ekki bara eitt spil, því fyrir utan Spurt að leikslokum spilið sem kom út sumarið 2009 hafa komið út fjögur minni spil - Spurt að leikslokum stokkarnir. Spilin eiga það sameiginlegt að þú getur spilað þau hvar sem er. Það þarf ekkert spilaborð og enga teninga. Spurningaspjöldin og sérstök spilaspjöld eru allt sem þarf. Allt að tólf leikmenn geta spilað í senn. Spilið hentar því vel hvort sem margir eða fáir koma saman.
Smelltu á spilið sem þú vilt vita meira um í listanum hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.


Spurt að leikslokum - Þetta gamla góða!


1 - Fyrir 7-12 ára


2 - HM í fótbolta


3 - Popp, dægurmál, afþreying


4 - Úr öllum áttum


Aukahlutir

Í „Spurt að leikslokum“-kassanum eru spurningaspjöld, spilaspjöld, blýantur, spilablokk og leiðbeiningar. Ef blöðin í spilablokkinni klárast er hægt að prenta fleiri út hér að neðan. Eins má prenta leiðbeingarnar út ef leiðbeiningabæklingurinn sem fylgir spilinu skyldi týnast. Hér að neðan er líka að finna aukareglur og þeir sem eiga aðeins stokkana en ekki stóra spilið geta prentað út blöð úr spilablokkinni hér ef þeir vilja nota þau þegar þeir spila. (Það er þó alls ekki nauðsynlegt, enda ekki gert ráð fyrir þeim í reglunum sem fylgja stokkunum.)


Blöð úr spilablokk

Það þarf Acrobat Reader til að opna þessi skjöl. Hvert skjal er 6 blaðsíður. Til að prenta mörg blöð á síðu er farið í Page Scaling og valið Multiple pages per sheet.


Leiðbeiningar

Það þarf Acrobat Reader til að opna skjalið.

 


© Ekki spurning ehf. og Skrudda ehf. | Sími 552 8866
Panta spilid Um okkur