Haus
Um spilin Panta spilið Bókin
 

Spilin:
Spurt að leikslokum
Minni útgáfur
1 - Fyrir 7-12 ára
2 - HM í fótbolta
3 - Popp, dægurmál, afþreying
4 - Úr öllum áttum
Aukahlutir

Spurt að leikslokum

Spurt að leikslokum er handhægt spurningaspil sem þú getur spilað hvar sem er. Þú þarft ekkert spilaborð og enga teninga. Spurningaspjöldin og sérstök spilaspjöld eru allt sem þarf. Allt að tólf leikmenn geta spilað í senn. Spilið hentar því vel hvort sem margir eða fáir koma saman.

Spilið er í vandaðri öskju, 15x15x8 cm að stærð. Það kemst auðveldlega fyrir í bakpoka eða handtösku og hentar vel í fríið. Það breytir því þó ekki að fátt er skemmtilegra en að spila Spurt að leikslokum í góðra vina hópi í stofunni heima.

Í spilinu eru 1620 spurningar. Spurningunum er skipt í sex flokka:
1. Land, þjóð, tunga
2. Saga, landafræði, ferðalög
3. Bókmenntir, listir, menning
4. Náttúra, vísindi, matur
5. Popp, dægurmál, afþreying
6. Íþróttir, hobbí, sprell

 

 


© Ekki spurning ehf. og Skrudda ehf. | Sími 552 8866
Panta spilid Um okkur